4 milljónir í afþreyingu í þágu símaleysis

Akureyrabær bannar símanotkun í grunnskólum.
Akureyrabær bannar símanotkun í grunnskólum. AFP/Patrick Hertzog

Nýjar símareglur fyrir grunnskólanema í Akureyrabæ taka gildi í ágúst 2024. Reglurnar banna síma og snjalltæki á skólatíma. Þá munu nemendur í 8.-10. bekk þurfa að geyma tæki sín í læstum skápum á meðan þau yngri geyma þau í skólatöskum. Börnin eru þó hvött til að mæta tækjalaus. Fjórar milljónir munu fara í skápa og afþreyingarefni fyrir börnin. 

Reglurnar gilda frá mánudegi til fimmtudags en á föstudögum fær unglingastigið að nota snjalltæki í frímínútum. 

Þessu greinir Akureyri.net frá.

Mesti stuðningurinn frá foreldrum 

Í samtali við mbl.is segir Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar, að foreldrar hafi tekið vel í breytinguna. 

„Þau tóku ótrúlega vel í þetta, eiginlega mesti stuðningurinn var frá foreldrum,“

Þá samþykkti bæjarráð Akureyrar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024 í morgun vegna reglnanna. Fjórar milljónir munu nú fara í það að kaupa skápa og afþreyingarefni fyrir nemendur. 

Nemendur fá að velja afþreyingarefni

Að sögn Heimis fá nemendaráðin í grunnskólunum að velja sér afþreyingarefni sem þau fá að nota í frímínútum, eins og til dæmis borðtennisborð eða pool borð. 

„Við teljum þetta vera svona þriggja ára ferli, að þetta mun taka svona tvö til þrjá ár að verða að rútínu,“ segir Heimir. 

„Eins og allt annað nýtt þá tekur þetta smá tíma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert