Reykjavíkurborg hefur sett Perluna á sölu og leitar nú að áhugasömum kaupendum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni, en ásamt Perlunni sjálfri eru tveir tankar hennar einnig til sölu. Hinir tankarnir fjórir munu þó áfram geyma vatn til notkunar á höfuðborgarsvæðinu.
Í byrjun mánaðarins samþykkti borgarráð söluferli Perlunnar, en síðasta haust hafði verið samþykkt að hefja söluferli.
Auglýst lágmarksverð fyrir bygginguna eru þrír og hálfur milljarður og stendur tilboðsfresturinn til 25. júlí. Heildarstærð byggingarinnar er 5.803 fermetrar en henni fylgir einnig byggingarréttur upp á 1238,5 fermetra. Fasteignamat Perlunnar er 3,9 milljarðar.
Perlan er stálgrindarhús sem tengir saman hitaveitugeyma, auk hvolfþaks. Glerkúpullinn sem hvílir ofan á hitaveitutönkunum var hannaður árið 1991 af Ingimundi Sveinssyni, og á efstu hæð hússins er að finna veitingaaðstöðu og útsýnispalla. Auk þess má að finna þar íshelli, stjörnuver, og sýningar um íslenska náttúru.
Í auglýsingu borgarinnar er tekið fram að leigusamningur um Perluna og tankana tvo sé í gildi til ársins 2040. Tekið er fram að stefnt sé að þinglýsa eftirfarandi kvöðum á eignina: