Elín góða ætíð á vakt

Anna Elín Ringsted er 100 ára í dag.
Anna Elín Ringsted er 100 ára í dag.

Fyrir nokkru sótti Anna Elín Ringsted um færni- og heilsumat til að komast inn á hjúkrunarheimili á Hrafnistu í Garðabæ en umsókninni var hafnað.

„Mér var sagt að ég væri of hress,“ segir hún. Anna Elín á 100 ára afmæli í dag og er vissulega vel á sig komin, tignarleg, há og grönn, ber sig vel og er hress, en æ skertari sjón er farin að há henni.

Þó ekki svo að haldið verður upp á daginn með pomp og prakt. „Ég vildi bara bjóða fjölskyldunni hingað í íbúðina mína en börnin og barnabörnin vildu halda almennilegt partí í sal og þannig verður það. Ég ræð engu orðið!“

Foreldrar Önnu Elínar voru Sigurður Gísli Jóhannsson Ringsted, skipstjóri og útgerðarmaður, og Guðríður Gunnarsdóttir húsfreyja. Hún var yngst fimm systkina og ólst upp í Sigtúnum á Kljáströnd í Höfðahverfi við austanverðan Eyjafjörð. Í sama húsi bjuggu Ólafur Gunnarsson móðurbróðir hennar og Anna María Vigfúsdóttir ásamt átta börnum sínum. Dóra Ólafsdóttir var þar á meðal en hún var 109 ára þegar hún andaðist elst Íslendinga fyrir um tveimur árum.

„Það er mikið langlífi í fjölskyldunni. Amma mín varð til dæmis 93 ára og var mjög hress, þvoði andlitið alltaf upp úr ómenguðu rigningarvatni.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert