Heldur áfram fram sakleysi sínu

Máli héraðssaksóknara gegn Pétri Jökli Jónassyni var vísað frá dómi.
Máli héraðssaksóknara gegn Pétri Jökli Jónassyni var vísað frá dómi. mbl.is/samsett mynd

„Pétur hefur allan tímann haldið fram sakleysi sínu, því er hann væntanlega ánægður með það að málinu sé vísað frá dómi, segir Snorri Sturluson, lögmaður Péturs, í samtali við mbl.is. 

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun máli héraðssaksóknara gegn Pétri Jökli Jónassyni frá dómi, en hann var ákærður fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots. Nánar til tekið, fyr­ir að hafa staðið að inn­flutn­ingi á 99,25 kg af kókaíni hingað til lands frá Bras­il­íu, með viðkomu í borg­inni Rotter­dam í Hollandi.

Héraðssaksóknari hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. 

„Það er bara þeirra réttur að geta krafist endurskoðunar á úrskurði til Landsréttar," segir Snorri spurður út í viðbrögð hans við kæru héraðssaksóknara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert