Jón Gunnarsson, stjórnarþingmaður úr Sjálfstæðisflokknum, sat hjá þegar þingheimur greiddi atkvæði um vantraust á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra.
Bæði Jón og Óli Björn Kárason, sem báðir eru úr röðum Sjálfstæðisflokksins, hafa verið ósáttir við framferði Bjarkeyjar í hvalveiðimálinu. Óli greiddi aftur á móti atkvæði gegn vantrauststillögunni, sem var á endanum felld.
„Framkoma ráðherra Vinstri grænna er fordæmalaus í þessu máli,“ sagði Jón meðal annars í umræðu á Alþingi í dag.
„Hagsmunum alþýðunnar, starfsfólks og fyrirtækja er fórnað á altari málstaðar sem engar forsendur eru fyrir,“ bætti Jón við en hann fór vægast sagt ófögrum orðum um Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra.
Uppfært: