Leggja til að 23 fái íslenskt ríkisfang

Lagt til að 23 hljóti íslenskt ríkisfang.
Lagt til að 23 hljóti íslenskt ríkisfang. mbl.is/Hjörtur

Í frumvarpi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis er lagt til að 23 einstaklingar hljóti íslenskan ríkisborgararétt. 

Þeir sem hljóta íslenskt ríkisfang, verði frumvarpið samþykkt, eru frá ýmsum löndum, þar á meðal Palestínu, Venesúela, Rússlandi og Bandaríkjunum og Pakistan. Tveir eru fæddir á Íslandi. 

Þingmenn fá aðgang að trúnaðarupplýsingum

mbl.is greindi frá því í gær að forseti Alþingis hefði ákveðið að veita þingmönnum aðgang að trúnaðarupplýsingum sem liggja fyrir í allsherjar- og menntamálanefnd í tengslum við frumvarpið. 

Ef sérstakar aðstæður mæla með því og eftir því er leitað, getur forseti Alþingis veitt aðgang að þessum gögnum. Skoðunin er háð ströngum skilyrðum og geta þingmenn skoðað gögnin hjá nefnda- og greiningarsviði á 2. hæð í Smiðju að viðstöddum starfsmanni. 

Þingmönnum er óheimilt að taka myndir af gögnunum eða afrita þau með öðrum hætti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert