Máli gegn Pétri Jökli vísað frá dómi

Pétur Jökull Jónasson.
Pétur Jökull Jónasson.

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun máli héraðssaksóknara gegn Pétri Jökli Jónassyni frá dómi.

Þetta staðfestir lögmaður hans, Snorri Sturluson, við mbl.is.

Héraðssaksóknari hefur kært úrskurðinn til Landsréttar.

Pétur Jökull var ákærður fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots. Ákæran tengdist stóra kókaínmálinu svokallaða þar sem þrír aðrir hafa þegar verið dæmdir fyrir sinn þátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert