Með símann undir stýri en aðrir símar trufla

Fjórðungur Íslendinga notar símann undir stýri.
Fjórðungur Íslendinga notar símann undir stýri. AFP/Justin Sullivan/Getty

Rúmlega fjórðungi Íslendinga finnst skjánotkun annarra í umferðinni trufla sig en notar sjálfur símann undir stýri.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu í kjölfar herferðar Sjóvár og Samgöngustofu: „Ekki taka skjáhættuna.“

Herferðinni er ætlað að varpa ljósi á hættuna sem fylgir því að nota síma undir stýri. 

Tæplega helmingur ökumanna segir farsímanotkun annarra trufla sig mjög mikið eða frekar mikið en 60% þeirra segjast svo nota símann sjálf undir stýri.

Þá telja 30% ökumanna símanotkun annarra undir stýri trufla sig lítið sem ekkert.

Helmingur notar síma á rauðu ljósi

Um helmingur ökumanna á það til að nota símann undir stýri á rauðu ljósi en flestir þeirra nota símann einnig undir stýri á ferð. 

Fáir notast við akstursstillingu á farsíma, eða um 10%, og um 23% vissu ekki af stillingunni. Þá höfðu 56% ekki heyrt af henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka