Í dag verður norðaustlæg- eða breytileg átt og 3 til 8 metrar á sekúndu. Skúrir verða um landið sunnanvert og súld eða rigning þar seinnipartinn.
Bjart verður með köflum norðan heiða, en síðdegisskúrir í innsveitum norðvestanlands.
Hiti verður á bilinu 7 til 14 stig, hlýjast fyrir austan.
Norðaustan 5-13 m/s verða á morgun. Súld eða rigning með köflum, en úrkomulítið á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti verður á bilinu 5 til 14 stig, hlýjast suðvestanlands.