Vantrauststillagan til að veiða atkvæði og sundra stjórninni

Vantrauststillaga vofir yfir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra.
Vantrauststillaga vofir yfir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Matvælaráðherra kallar vantrauststillöguna á hendur sér pólitískt skammhlaup Miðflokksins sem sé til þess eins að veiða atkvæði.

„Þetta er pólitískur hildarleikur gerður til að gera fleyg á milli stjórnarflokkanna.“

Þetta sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra um vantrausttillöguna sem þingmenn Miðflokk­sins lögðu fram á þriðjudag. 

Þingheimur greiðir atkvæði um tillöguna innan skamms en líklegt þykir að hún verði felld.

Umsóknin verið lengur í ráðuneytinu en Bjarkey

Ástæðan fyrir vantrauststillögunni var m.a. langur meðferðartími matvælaráðuneytisins á útgáfu hvalveiðieyf­is­. Þá segja Miðflokksmenn að Bjarkey hefði heldur ekki ekki farið að ráðlegg­ing­um sérfræðinga sinna í ráðuneyt­inu þegar hún heimilaði hvalveiðar í aðeins eitt ár.

„Ég vil koma því að, sem er augljóst, að umsóknin hefur verið ríflega helmingi lengur í matvælaráðuneytinu en ég sjálf,“ segir hún en hún tók við ráðuneytinu þegar ríkistjórnin lagði ráðherrakapal eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði af sér sem forsætisráðherra.

Þetta er fjórða vantrausttillagan sem lögð hefur verið fram á vorþingi, sú þriðja á hendur matvælaráðherra.

 „Þessi tillaga gefur ekki tilefni til afsagnar minnar. Hún gefur tilefni til þess eins að Spaugstofan snúi aftur. Og væri það vel enda myndu handritin skrifa sig sjálf þessi misserin.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert