Aukin gjaldskylda íþyngir að óþörfu

Vesturbærinn og Landakotskirkja.
Vesturbærinn og Landakotskirkja. mbl.is/Ómar Óskarsson

Friðrik R. Jónsson, frumkvöðull og íbúí í miðbænum, segir ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur um að útvíkka gjaldsvæði bílastæða óþarfa inngrip í líf venjulegra borgara.

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á mánudag er nú fyrirhuguð frekari stækkun gjaldsvæða bílastæða. Sjálfur býr Friðrik á götu innan þess gjaldsvæðis sem var bætt við með útvíkkun í lok júní 2023. Hann segist skilja stefnu borgarinnar um að fækka bílum í miðborginni, en núna sé of langt gengið.

„Ég er þannig séð sáttur við andbílastefnu borgarinnar. Mér finnst borgin flottari og betri vegna þess. En, og þetta er stórt en, mér finnst þeir núna bara vera að ganga alltof hart að saklausum íbúum í úthverfunum. Þótt þessi svæði séu ekki formlega úthverfi, þá eru þau það samt.“'

Lesa má meira um málið í Morguinblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka