Hvalfjarðargöngunum hefur verið lokað á ný vegna bilaðs bíls í göngunum. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar segir jafnframt að dráttarbíll sé mættur á svæðið til að fjarlægja bílinn og því sé stutt í opnun.
Er þetta í þriðja sinn í dag sem göngunum er lokað, en þeim var fyrst lokað skömmu eftir hádegi í dag vegna hjólreiðarmanns sem átti þar leið um. Göngin voru opnuð á ný um hálftíma seinna en rétt fyrir klukkan eitt var þeim lokað á ný vegna tveggja bíla áreksturs.
Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn en Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að enginn sé í lífshættu.
Vegagerðinn biðlar til vegfarenda sem eiga leið um gönginn að halda nægilega löngu bili á milli bíla og sýna tillitssemi, en nokkur umferð er til Norðurs meðal annars vegna Norðuráls móts í fótbolta sem fer fram á Akranesi um helgina.
Fréttin hefur verið uppfærð.