Hvalfjarðargöng opnuð á ný

Göngin eru opin á ný.
Göngin eru opin á ný. mbl.is/Árni Sæberg

Hvalfjarðargöngin hafa verið opnuð að nýju. Ökumenn eru vinsamlegast beðnir um að halda nægilega löngu bili á milli bíla og sýna tillitssemi.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Göngunum var lokað um klukkan hálf fjögur vegna bilaðs bíls og var það í þriðja sinn í dag sem göngunum var lokað. 

Göngunum var fyrst lokað skömmu eft­ir há­degi í dag vegna hjól­reiðamanns sem átti þar leið um. Þau voru síðan opnuð á ný um hálf­tíma seinna en rétt fyr­ir klukk­an eitt var þeim lokað á ný vegna tveggja bíla árekst­urs. 

Fjór­ir voru flutt­ir á slysa­deild eft­ir árekst­ur­inn en Lár­us Stein­dór Björns­son, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir í sam­tali við mbl.is að eng­inn sé í lífs­hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert