Hvalfjarðargöngin hafa verið opnuð að nýju. Ökumenn eru vinsamlegast beðnir um að halda nægilega löngu bili á milli bíla og sýna tillitssemi.
Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Göngunum var lokað um klukkan hálf fjögur vegna bilaðs bíls og var það í þriðja sinn í dag sem göngunum var lokað.
Göngunum var fyrst lokað skömmu eftir hádegi í dag vegna hjólreiðamanns sem átti þar leið um. Þau voru síðan opnuð á ný um hálftíma seinna en rétt fyrir klukkan eitt var þeim lokað á ný vegna tveggja bíla áreksturs.
Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn en Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að enginn sé í lífshættu.