Landsréttur þyngdi dóm Fannars um tvö ár

Fannar Daníel Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í október, þegar aðalmeðferðin …
Fannar Daníel Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í október, þegar aðalmeðferðin fór fram. mbl.is

Lands­rétt­ur hef­ur dæmt Fann­ar Daní­el Guðmunds­son í tíu ára fang­elsi fyr­ir til­raun til mann­dráps á veit­ingastaðnum Dubliners í mars á síðasta ári. Lands­rétt­ur þyng­ir þar með dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur um tvö ár. 

Fann­ar var ákærður fyr­ir til­raun til mann­dráps á skemmti­staðnum Dubliner í mars á síðasta ári með því að hafa farið þangað inn grímu­klædd­ur og vopnaður hlaðinni af­sagaðri hagla­byssu og beint henni að þrem­ur viðskipta­vin­um og barþjóni áður en hann hleypti af einu skoti rétt hjá fólk­inu.

Í niður­stöðu lands­rétt­ar seg­ir að hend­ing ein virðist hafa ráðið því að eng­inn varð fyr­ir skot­inu og næsta víst að al­var­legt lík­ams­tjón eða manns­bani hefði þá hlot­ist af og var niðurstaða héraðsdóms um sak­fell­ingu því staðfest. 

Sló mann í höfuðið með gler­flösku 

Málið var höfðað með fjór­um ákær­um sem voru sam­einaðar í eitt mál fyr­ir héraðsdómi. Fyrsta ákær­an var gef­in út af héraðssak­sókn­ara þann 5. júní 2023 á hend­ur Fann­ari fyr­ir um­rædda til­raun til mann­dráps.

Önnur og þriðja ákær­an voru gefn­ar út á hend­ur Fann­ari og Ara Ívars tíu dög­um seinna fyr­ir frels­is­svipt­ingu og rán með því að hafa að morgni sunnu­dags­ins 6. mars 2022 svipt mann frelsi sínu í um fimm klukku­stund­ir á heim­ili manns­ins, beitt hann of­beldi og haft í hót­un­um við hann í því skyni að ná af mann­in­um verðmæt­um. 

Var Ari ákærður fyr­ir að hafa slegið mann­inn í höfuðið með gler­flösku og í kjöl­farið hafi þeir bundið mann­inn á hönd­um og fót­um í rúmi hans þar sem Fann­ar er sagður hafa lagt hníf að hálsi og enni manns­ins og hótað hon­um líf­láti. 

Hótaði að reka spor­járn í endaþarm manns­ins

Fann­ar er sagður hafa otað að mann­in­um spor­járni, hótað að reka það inn í endaþarm hans og neytt hann þannig til að gefa upp lyk­il­orð að farsíma sín­um og heima­banka.

Í ákæru Fann­ars var hon­um einnig gefið að sök nauðgun og ann­ars kon­ar kyn­ferðis­brot og er at­hæf­inu nán­ar lýst í dómn­um. Þar seg­ir að Fann­ar hafi, þar sem maður­inn lá bund­inn í rúm­inu á hönd­um og fót­um, dregið niður um hann bux­urn­ar, þrýst klauf­hamri í endaþarm­sop manns­ins og þannig skekið ham­ar­inn fram og til baka. 

Þá seg­ir jafn­framt að Fann­ar hafi slegið mann­inn tví­veg­is með hamr­in­um í getnaðarlim manns­ins á sama tíma og Fann­ar tók at­hæfið upp á farsíma hans. Þá hótaði Fann­ar að setja mynd­skeiðið í dreif­ingu ef maður­inn myndi leita til lög­reglu.  

Lands­rétt­ur staðfesti niður­stöðu héraðsdóms 

Á meðan á þessu stóð safnaði Ari sam­an lausa­fé í eigu manns­ins sem þeir báru út í bíl áður en þeir óku af stað og skildu mann­inn eft­ir bund­inn í rúm­inu með þeim af­leiðing­um að hann varð fyr­ir lík­ams­tjóni. 

Ari lagði fram frá­vís­un­ar­kröfu vegna ákær­unn­ar sem var á því reist að ekki hafi verið höfð uppi í mál­inu refsikrafa vegna nytjastuld­ar. Lands­rétt­ur hafnaði henni og sagði hana með öllu hald­lausa þar sem stuld­ur­inn var ekki skil­yrði máls­höfðunar.

Lands­rétt­ur staðfesti því niður­stöðu héraðsdóms um sak­fell­ingu ákærðu sam­kvæmt ákær­um héraðssak­sókn­ara. 

Stal humar­höl­um, blóma­potti og töfra­sprota úr Hag­kaup

Fjórða ákær­an var síðan gef­in út á hend­ur Ara þann 29. ág­úst sama ár fyr­ir nokk­ur um­ferðarlaga­brot, fíkni­efna­laga­brot og þjófnað. Þjófnaður­inn átti sér stað í versl­un Hag­kaups í spöng­inni þann 29. sept­em­ber árið 2022 þegar Ari stal humar­höl­um, blóma­potti, töfra­sprota og fæðubót­ar­efn­um að verðmæti 140.861 króna. 

Ari játaði sök sam­kvæmt ákær­unni og staðfesti Lands­rétt­ur því dóm héraðsdóms. 

Litið til al­var­leika brot­anna við ákvörðun refs­ing­ar 

Við ákvörðun refs­ing­ar Fann­ars var litið til þess hversu al­var­leg brot hans voru. Auk þess sem kyn­ferðis­brot hans gagn­vart mann­in­um var framið á sér­stak­lega sárs­auka­full­an og meiðandi hátt.

Þá er þess getið í dómn­um að Fann­ar eigi að baki all­nokk­urn sak­ar­fer­ill, en í mars í fyrra var hann meðal ann­ars dæmd­ur í  í fimm mánaða fang­elsi, skil­orðsbundið í tvö ár, fyr­ir brot gegn um­ferðarlög­um, vopna­lög­um og lög­um um áv­ana-og fíkni­efni og jafn­framt svipt­ur öku­rétti í sex ár og níu mánuði.

Var refs­ing hans því ákveðin sem hegn­ing­ar­auki, fram­an­greind­ur skil­orðsdóm­ur tek­inn upp og Fann­ari dæmd refs­ing í einu lagi sem var hæfi­lega ákveðin fang­elsi í tíu ár. Til frá­drátt­ar refs­ing­ar­inn­ar kem­ur óslitið gæslu­v­arðhald hans frá 14. mars 2023. 

Ari á um­tals­verðan sak­ar­fer­il að baki 

Hvað Ara varðar þá var hon­um jafn­framt dæmd­ur hegn­ing­ar­auki en hann á, líkt og Fann­ar, um­tals­verðan sak­ar­fer­il að baki. Var refs­ing hans þannig ákveðin sem hegn­ing­ar­auki við dóm frá því í apríl 2022 þar sem Ara var gerð sekt­ar­refs­ing fyr­ir um­ferðarlaga­brot og hann svipt­ur öku­rétti í sex mánuði. 

Þá var hann einnig dæmd­ur til þriggja mánaða fang­els­is­refs­ing­ar þann 25. maí 2020, skil­orðsbundið í tvö ár, fyr­ir brot gegn um­ferðarlög­um, vopna­lög­um og lög­um um áv­ana-og fíkni­efni og jafn­framt svipt­ur öku­rétti í eitt ár. 

Þar sem hann rauf skil­orð þess refsi­dóms var ákveðið að hann skyldi sæta fang­elsi í þrjú ár. Lands­rétt­ur staðfesti ákvæði héraðsdóms um upp­töku og sak­ar­kostnað.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert