Pálmar Harðarson framkvæmdastjóri Þingvangs segir samsetningu lokrekkja/svefnrýma á Hverfisgötu 46 vera á lokastigi.
„Hefðbundinn frágangur innanhúss eins og flísalögn votrýma og málun innveggja er hafinn. Einnig mun frágangur utandyra klárast í ágústmánuði,“ segir Pálmar.
Verktakafyrirtækið Þingvangur hefur sem kunnugt er samið við hótelkeðjuna City Hub um útleigu á Hverfisgötu 46 til gistireksturs. Þingvangur á húseignina og er verið að innrétta þar gististað fyrir allt að 188 gesti.
Pálmar segir verklok áformuð í lok ágústmánaðar eða í byrjun september. City Hub áætli að hefja starfsemi seinni hluta septembermánaðar en hafi ekki gefið út opinberlega hvenær hægt verður að bóka gistingu.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.