„Þetta var alveg stórkostlegt lið“

Landslið kvenna í handbolta 60 árum eftir Norðurlandameistaratitilinn á Laugardalsvellinum …
Landslið kvenna í handbolta 60 árum eftir Norðurlandameistaratitilinn á Laugardalsvellinum í gær. mbl.is/Árni Sæberg

„Það eru 60 ár liðin frá því kvennalandsliðið varð Norðurlandameistari kvenna í handbolta,“ segir Einar Bollason, einn af skipuleggjendum afmælis þessa frækna sigurs liðsins, sem haldið var upp á í gær á Laugardalsvelli og í Fjósinu í Valsheimilinu á Hlíðarenda.

„Þetta er einn merkasti atburður í sögu handbolta á Íslandi, og á úrslitadaginn þegar stelpurnar léku gegn Noregi voru yfir 4.000 manns í stúkunni sem var einn mesti fjöldi áhorfenda á leik fram að þessu.“

Einar er kvæntur Sigrúnu Ingólfsdóttur sem var í liðinu, þá 16 ára gömul. „Við fórum vinirnir á hvern einasta leik, því þetta var svo rosalega spennandi. Í leiknum gegn Noregi ætlaði allt að ganga af göflunum, en allt small þetta saman og stemmningin var ólýsanleg,“ segir Einar sem bætir við að liðið hafi staðið sig ótrúlega vel og að öðrum ólöstuðum hafi Sigríður Sigurðardóttir fyrirliði verið besta manneskja liðsins. „Það er óhætt að fullyrða það, enda var hún kosin Íþróttamaður ársins þetta ár.“

Sváfu í Fjósinu

Sigríður Sigurðardóttir fyrirliði, sem var alltaf kölluð Sigga Sig., segir að samheldnin og andinn í liðinu hafi verið einstakur. „Þetta var alveg stórkostlegt lið og alveg yndislegur hópur.“ Sigga segir að fjórum árum fyrr hafi íslenska liðið fengið silfrið á Norðurlandameistaramótinu í Svíþjóð og þá hafi ýmislegt breyst. „Þá fór HSÍ að láta okkur æfa uppi á Keflavíkurflugvelli í stórum sal og gerði allt fyrir okkur, því við þóttum svo efnilegar,“ segir hún og hlær.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert