Maður var handtekinn í Kópavogi í klukkan 22:30 í gærkvöldi fyrir að hafa tekið upp hníf í átökum við tvo menn og stungið annan þeirra á háls.
„Hann var handtekinn og yfirheyrður nú í morgunsárið,“ segir Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
„Það er þarna maður sem er grunaður um að hafa beitt eggvopni gegn tveimur mönnum, meðal annars stungið annan á háls. Hann var síðan handtekinn skammt frá vettvangi og er vistaður.“
Spurður hvort eitthvað liggi fyrir um líðan þess sem stunginn var og alvarleika meiðsla segist Heimir ekki hafa upplýsingar um líðan en maðurinn hafi meðal annars verið stunginn á háls.