Eldgosinu lokið

Engin virkni var sjáanleg í hádeginu.
Engin virkni var sjáanleg í hádeginu. Ljósmynd/Almannavarnir

Eldgosinu við Sundhnúkagígaröðina sem hófst 29. maí virðist vera lokið. Engin virkni var sjáanleg þegar almannavarnir flugu dróna yfir gíginn í hádeginu til athugunar.

Þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofunnar.

Þar segir einnig að órói á nálægum jarðskjálftamælum hafi dottið niður og sé nú sambærilegur því sem mældist áður en gos hófst.

Enn megi þó búast við að eldra hraun haldi áfram að streyma hægt meðfram Sýlingarfelli norðanverðu og við varnargarð L1 þar sem spýjur hafa runnið yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert