Hafnfirðingar uggandi yfir Sódastöðinni

Markmiðið Sódastöðvarinnar er að binda árlega um þrjár milljónir tonna …
Markmiðið Sódastöðvarinnar er að binda árlega um þrjár milljónir tonna af koltvísýring í jörðu niðri við Straumsvík. Samsett mynd

Hafn­f­irðing­ar hafa marg­ir áhyggj­ur af um­fangs­miklu lofts­lags­verk­efni Car­bfix. Fyr­ir­tækið hyggst koma upp tíu borteig­um ná­lægt íbúa­byggð í Hafnar­f­irði svo hægt sé að dæla inn­flutt­um kolt­ví­sýr­ing niður í jörðina.

„Okk­ur finnst að þetta til­rauna­verk­efni, í þess­ari stærðargráðu, henti ekki að vera svona ná­lægt byggð,“ seg­ir Hafn­f­irðing­ur­inn Ragn­ar Þór Reyn­is­son í sam­tali við mbl.is en hann stend­ur fyr­ir und­ir­skrifta­söfn­un á Íslandi.is og Face­book-hóp þar sem áformun­um er mót­mælt.

Bæj­ar­yf­ir­völd í Hafnar­f­irði samþykktu þann 17. janú­ar að haf­in yrði vinna við breyt­ingu á aðal­skipu­lagi Hafn­ar­fjarðar vegna stórra fram­kvæmda Car­bfix. Verk­efnið kall­ast Sóda­stöðin, en er senni­lega bet­ur þekkt sem Coda Term­inal. Verk­efnið er eitt um­fangs­mesta lofts­lags­verk­efni á Íslandi, að sögn Car­bfix.

Um­hverf­is­stofn­un og Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands hafa þegar gagn­rýnt staðsetn­ingu borteig­anna í um­sögn­um sín­um um málið.

Til stendur að koma upp tíu borteigum innan bæjarmarka Hafnarfjarðar. …
Til stend­ur að koma upp tíu borteig­um inn­an bæj­ar­marka Hafn­ar­fjarðar. Þá á einnig að stækka höfn­ina í Straums­vík. Kort/​Efla og Car­bfix

Hvernig virk­ar Sóda­stöðin?

Mark­mið Sóda­stöðvar­inn­ar er að binda ár­lega um þrjár millj­ón­ir tonna af kolt­ví­sýr­ing í jörðu niðri við Straums­vík á ör­ugg­an hátt. 

Basalt, al­geng­asta berg­teg­und­in á Íslandi, get­ur bundið kolt­víoxíð á nátt­úru­leg­an hátt en það tek­ur þónokk­urn tíma. Sóda­stöðin á aft­ur á móti að flýta bindi­tím­ann.

Sóda­stöðin virk­ar þannig að kolt­ví­sýr­ing­ur frá er­lend­um stór­fyr­ir­tækj­um er flutt­ur með skip­um til lands­ins og leyst­ur upp í vatni, sem er síðan dælt niður í berg­lög inn­an bæj­ar­marka Hafn­ar­fjarðar.

Þar verður kolt­ví­sýr­ing­ur­inn geymd­ur og þannig á basíska bergið að binda kolt­ví­sýr­ing­inn á mun skemmri tíma.

Mark­miðið er að full­byggð geti Sóda­stöðin bundið 3 millj­ón­ir tonna af kolt­ví­sýr­ingi á ári, meira en all­ur ís­lensk­ur iðnaður los­ar sam­an­lagt. Árið 2022 hlaut Car­bfix 16 millj­arða styrk fyr­ir Sóda­stöðina frá ný­sköp­un­ar­sjóði Evr­ópu­sam­bands­ins.

Til að bregðast við mót­mæla­hópn­um hef­ur Car­bfix stofnað sinn eig­in Face­book-hóp: „Coda Term­inal í Straums­vík – Upp­lýs­ingasíða og umræður“.

Ekk­ert „venju­legt skipu­lags­verk­efni“

„Við erum ekki á móti verk­efn­inu, bara staðsetn­ing­unni,“ tek­ur Ragn­ar fram sem tel­ur að bet­ur hefði mátt byrja verk­efnið á öðru svæði, fjær íbúa­byggð, áður en ráðist yrði í fram­kvæmd­ir í Hafnar­f­irðinum.

Hann gagn­rýn­ir einnig að verk­efnið hafi verið tekið fyr­ir eins og hvert annað skipu­lags­verk­efni, þrátt fyr­ir að það sé mun stærra.

„Stjórn­sýsl­an er kannski þannig byggð að þetta fer í gegn um ferli, um­hverf­is­mats­skýrsla gerð og les­in, síðan geta verið lagðar til um­sagn­ir í miðju ferli. Al­menn­ir borg­ar­ar og íbú­ar eru ekk­ert inni í skipu­lags­mál­um,“ seg­ir Ragn­ar og bend­ir á að verk­efni af þess­ari stærðargráðu hafi aldrei áður verið fram­kvæmt á Íslandi.

Hann tel­ur að óvissa ríki enn um ár­ang­ur og af­leiðing­ar verk­efn­is­ins á íbúa og nátt­úru og skor­ar á bæj­ar­stjórn­ina að hverfa frá áætl­un­inni á þessu svæði eða leggja ákvörðun­ina í hend­ur bæj­ar­búa með íbúa­kosn­ingu.

„Þetta hér telst ekk­ert með sem venju­legt skipu­lags­verk­efni. Þetta er allt annað,“ seg­ir Ragn­ar. „Þetta á sér eng­in for­dæmi.“

Grunnvatnsyfirborð gæti hækkað um allt að 40 sentímetra.
Grunn­vatns­yf­ir­borð gæti hækkað um allt að 40 sentí­metra. Kort/​Vatna­skil

Óvissa um af­leiðing­arn­ar

Verk­efnið er nú í um­sagna­ferli og verður fram að 5. júlí. Síðan tek­ur skipu­lags­stofn­un ákvörðun um hvort verk­efnið verði heim­ilað.

En til þess að ganga í þetta verk­efni þarf að stækka hafn­ar­svæðið í Straums­vík. Efn­isþörf fyr­ir fram­kvæmd­irn­ar í heild sinni nem­ur allt að 2 millj­ón­um rúm­metra. Sú efn­istaka mun að mestu eiga sér stað í Rauðamels­námu í Hafnar­f­irði, en þangað verða sótt allt að 1,3 millj­ón­ir rúm­metr­ar af efni.

Frétt­in upp­færð klukk­an 20.50:

Upp­haf­lega var haft eft­ir Ragn­ari að í um­hverf­is­mati Eflu kæmi fram að hætta væri á leka vatns inn í íbúðagrunna ef grunn­vatn myndi hækka. Þetta er ekki í sam­ræmi við það sem fram kem­ur í um­hverf­is­mat­inu.

Á svæðinu um­hverf­is Ástjörn ligg­ur grunn­vatns­borð á um 5-10 m dýpi en þar reikn­ast allt að 25 cm hækk­un grunn­vatns­borðs við fjórða áfanga Coda Term­inal. Sam­kvæmt loft­mynd­um virðast flest mann­virki á svæðinu vera grunduð á jarðveg­s­púðum sem lík­lega eru byggðir á hraun­lagi. Í því til­viki hef­ur hækk­un grunn­vatns­borðs eng­in áhrif. Valla­hverfið og iðnaðar­hverfið eru byggð upp úr alda­mót­um og því eru mann­virk­in byggð sam­kvæmt þeim regl­um og stöðlum sem eru meira og minna í gildi í dag. Staðlarn­ir gera ráð fyr­ir að lagt sé dren í kring­um öll mann­virki sem sporn­ar gegn leka inn í kjall­ara og að gert sé ráð fyr­ir óvissu í burðarþoli jarðvegs í ör­ygg­is­stuðlum bygg­inga. Einnig er berg­grunn­ur­inn á svæðinu al­mennt gljúp­ur svo vatnið er lík­legra að leita til annarra átta en að byggja upp þrýst­ing við botn­plöt­ur bygg­inga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert