Kringlan varar veika við loftgæðum

Kringlan.
Kringlan. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kringlan opnaði aftur í fyrradag eftir eldsvoðann síðastliðinn laugardag en loka þurfti húsnæðinu í nokkra daga vegna reyks og vatns sem var til staðar í byggingunni.

Bruninn í þakinu hefur haft tímabundin áhrif á loftgæði í Kringlunni en verkfræðistofan Efla hefur unnið að mælingum á loftgæðum og eru þau vel innan viðmiðunarmarka.

Í orðsendingu til viðskiptavina sem hefur verið hengd upp í byggingunni segir meðal annars:

„Þeir sem eru veikir fyrir eða með öndunarfærasjúkdóma gætu þó fundið til óþæginda, einkum er farið eru þau svæði í Kringlunni þar sem tjón var mest í miðju hússins.“

Bruninn í þaki Kringlunnar hefur haft tímabundin áhrif á loftgæði …
Bruninn í þaki Kringlunnar hefur haft tímabundin áhrif á loftgæði í byggingunni. mbl.is/Agnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert