Lúsmýið er mætt á Suðurlandið og breiðist út

Lúsmý er komið til landsins.
Lúsmý er komið til landsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lúsmý er vaknað til lífsins á ný. Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í líffræði við Háskóla Íslands, staðfestir í samtali við Morgunblaðið að lúsmý sé komið á Suðurlandið og búast megi við að það fari bráðum að birtast í öðrum landshlutum.

Hann segir ekkert óvenjulegt að lúsmý sé fyrst núna að birtast, það hafi stundum verið komið fyrr. Kalt vor sé líklega ástæðan fyrir seinkuninni, ef svo má að orði komast.

Gísli segir lúsmýið njóta sín við skjól og tjaldstæði og þar sem sumarbústaðir eru umvafðir rjóðri og kjarri. „Þess vegna verður fólk mest vart við þetta á slíkum stöðum,“ segir Gísli og bætir við að mýið dreifi sér hratt og geti þannig borist milli staða með hjólhýsum og öðrum farartækjum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert