Meta hvort hefja þurfi hraunkælingu á ný

Verið er að meta hvort hefja þurfi hraunkælingu á ný.
Verið er að meta hvort hefja þurfi hraunkælingu á ný. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír slökkviliðsmenn frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru sendir til Svartsengis í kvöld eftir að ein hraunspýjan fór aftur af stað.

Þetta staðfestir slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu.

„Það braust út taumur klukkan átta. En það er engin hætta – það bara á að prófa að kæla þetta og sjá hvort það geti stoppað þetta en þetta er hægur straumur og engin hætta á ferð,“ segir Hjördís Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúi almannavarna, í samtali við mbl.is.

Að sögn Hjördísar er ekki öruggt að hefja þurfi hraunkælingu á ný.

Fyrst og fremst verði aðstæður metnar og hvort þörf sé á því að taka fram búnaðinn aftur.

Greint var frá því fyrr í dag að hraunkælingu hefði verið hætt en tækjabúnaður yrði geymdur nærri ef aðstæður myndu breytast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert