Í dag er spáð breytilegri vindátt 3-8 m/s en norðaustan 8-13 norðvestantil fram undir kvöld. Spáð er rigningu eða súld um mest allt land en styttir upp austanlands. Hitinn verður á bilinu 8-15 stig og verður hlýjast austantil.
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands er spáð suðvestan 8-13 m/s og skúrum á morgun á mánudag en það verður þurrt að kalla austantil. Hitinn verður á bilinu 8 til 15 stig og verður hlýjast á Austurlandi.