Þeir særðu og sá grunaði virðast ótengdir

Málið er enn til rannsóknar og atburðarás að einhverju leyti …
Málið er enn til rannsóknar og atburðarás að einhverju leyti óljós. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir menn um fimmtugt eru með áverka eftir hníf eftir líkamsárás á göngustíg við Sæbólsbraut í Kópavogi um klukkan 22:30 í gærkvöldi. Annar hlaut alvarlega áverka á hálsi og maga og hinn á hendi. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn vegna málsins. Ekki lítur út fyrir að tengsl séu á milli hinna slösuðu og þess grunaða.

Málið er enn til rannsóknar og málsatvik að einhverju leyti óljós.

Þetta staðfestir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Á göngu þegar komið er að þeim á hlaupahjóli 

Mikill viðbúnaður var vegna málsins og fjöldi lögreglumanna kallaður út.

Elín segir fjóra aðila hafa verið á göngu á göngustígnum er maður kom að þeim á rafmagnshlaupahjóli. Í kjölfarið hafi komið til einhverra átaka sem hafi endað með því að einn fékk tvö stungusár, í háls og maga, og annar á hendi. Þá sé aðilinn á hlaupahjólinu einnig slasaður.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert