Endaði með bitið eyra eftir slagsmál á Kiki

Mennirnir verða yfirheyrðir síðar í dag.
Mennirnir verða yfirheyrðir síðar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir menn voru handteknir um klukkan fjögur í nótt eftir að slagsmál á milli þriggja brutust út á salerni skemmtistaðarins Kiki. Slagsmálin enduðu með því að bútur var bitinn úr eyra þriðja mannsins og var hann sendur til aðhlynningar.

Þetta staðfestir Heim­ir Rík­arðsson, lög­reglu­full­trúi hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, í samtali við mbl.is.

„Þeir eru þarna inni á salerni veitingastaðar, Kiki bar. Og það verður einhver ágreiningur þeirra á milli, það verða slagsmál, stimpingar, sem enda með því að það eru einhver högg sem ganga þarna á milli og það er bitið þarna stykki úr eyranu á manninum,“ segir Heimir.

Mennirnir sem um ræðir eru allir í kringum fimmtugt.

Þá hafi tveir mannanna verið vistaðir í fangageymslu en yfirheyrslur muni hefjast þegar líður á daginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert