Eyra bitið af manni í stórfelldri líkamsárás

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eyra var bitið af manni í stórfelldri líkamárás sem átti sér stað í Reykjavík í nótt og voru tveir aðilar handteknir í tengslum við málið.

Þetta er meðal annars þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hafði í nógu að snúast.

Lögreglan í Hafnarfirði og Garðabæ handtók tvo einstaklinga fyrir meiriháttar líkamsárás en þeir voru látnir lausir undir morgun.

Lögreglan á stöð 1 fékk tilkynningu um umferðarslys þar sem gerandinn stakk af vettvangi og þá handtók lögreglan ölvaðan einstakling á hjóli sem hann var búinn að stela.

Lögreglan í Hafnarfirði og í Garðabæ hafði afskipti af leigubifreið sem var með forgangakstursljós í rúðunni.

Lögreglan í Kópavogi setti upp ölvunarpóst í hverfi 201 og voru átta einstaklingar handteknir grunaðir um ölvun við akstur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert