Framkvæmdir í Ártúnsbrekku á morgun

Stefnt er á að malbika Ártúnabrekku og Vesturlandsveg annað kvöld.
Stefnt er á að malbika Ártúnabrekku og Vesturlandsveg annað kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Annað kvöld er stefnt á að fræsa og malbika Ártúnsbrekku og Vesturlandsveg til austurs ásamt rampi upp á Suðurlandsveg.

Kaflarnir eru um 600 metrar að lengd og verður einni akrein í Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi lokað og hámarkshraði lækkaður framhjá framkvæmdasvæðinu á meðan framkvæmdum stendur. Rampi upp á Suðurlandsveg verður einnig lokað á meðan framkvæmdum stendur. 

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19:00 til kl. 6:00 aðfaranótt þriðjudagsins 25. júní.

Þá er einnig stefnt á að malbika Suðurlandsveg á morgun og verður hringveginum lokað til austurs við Gaulverjabæjarveg. Önnur akreinin verður malbikuð í einu og umferð á leið til vesturs ekur meðfram vinnusvæðinu. 

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 09:00 til kl. 22:00 mánudaginn 24. júní.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka