Annað kvöld er stefnt á að fræsa og malbika Ártúnsbrekku og Vesturlandsveg til austurs ásamt rampi upp á Suðurlandsveg.
Kaflarnir eru um 600 metrar að lengd og verður einni akrein í Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi lokað og hámarkshraði lækkaður framhjá framkvæmdasvæðinu á meðan framkvæmdum stendur. Rampi upp á Suðurlandsveg verður einnig lokað á meðan framkvæmdum stendur.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19:00 til kl. 6:00 aðfaranótt þriðjudagsins 25. júní.
Þá er einnig stefnt á að malbika Suðurlandsveg á morgun og verður hringveginum lokað til austurs við Gaulverjabæjarveg. Önnur akreinin verður malbikuð í einu og umferð á leið til vesturs ekur meðfram vinnusvæðinu.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 09:00 til kl. 22:00 mánudaginn 24. júní.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.