Kolefnisspor reiknað fyrir matinn

Sigurður Loftur Thorlacius.
Sigurður Loftur Thorlacius. mbl.is/Sigurður Bogi

Matarspor, matarreiknir sem verkfræðistofan Efla hefur þróað til að reikna út kolefnisspor máltíða, hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár.

Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur hjá Eflu, heldur utan um hugbúnaðinn. Í samtali við Morgunblaðið segir hann að allra fyrsta útgáfan hafi komið út árið 2019 en stór uppfærsla var gerð fyrir um það bil tveimur árum. Er hugbúnaðurinn í reglulegum uppfærslum og endurbótum eftir óskum viðskiptavina.

Níu vinnustaðir með Matarspor

Auk Eflu eru átta mötuneyti að nota hugbúnaðinn núna. Er notendur panta sér máltíð sýnir forritið á myndrænan hátt ýmsar upplýsingar um máltíðina, m.a. reiknað kolefnisspor. Nýjasti aðilinn er Landspítalinn, en hin fyrirtækin eru Orkuveita Reykjavíkur, Kokkarnir fyrir Reykjavíkurborg, Iðan fræðslusetur, Brim, Félagsstofnun stúdenta/Háskóli Íslands, Umbra þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins og Landsvirkjun. Flest eru þetta stærri mötuneyti en forritið getur einnig hentað fyrir smærri fyrirtæki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert