Skjálfti í Brennisteinsfjöllum

Skjálftinn varð í Brennisteinsfjöllum.
Skjálftinn varð í Brennisteinsfjöllum. Kort/map.is

Jarðskjálfti yfir 3 að stærð reið yfir í Brennisteinsfjöllum í kvöld. Skjálfti af þessari stærðargráðu hefur ekki mælst á svæðinu frá árinu 2021.

Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að skjálftinn hafi verið um 3,1 að stærð.

Skjálfti af þessari stærð fyrir 3 árum

Hann mældist við Draugahliðar í Brennisteinsfjöllum um kl. 22.42 í kvöld, 6 km suðvestur af Bláfjallaskála.

„Á þessu svæði getur orðið svolítil skjálftavirkni,“ segir Jóhanna. Hún segir að lítil hreyfing hafi mælst eftir skjálftann, aðeins svokölluð eftirskjálftahrina.

„Síðast varð skjálfti af svipaðri stærð 2021, í maí,“ bætir hún við en sá skjálfti var um 3,4 að stærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert