Stórfelld netárás á kerfi Árvakurs

Unnið er að því að meta áhrif og umfang árásarinnar.
Unnið er að því að meta áhrif og umfang árásarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Stórfelld netárás hefur verið gerð á tölvukerfi Árvakurs. Á bak við árásina standa að því er virðist rússnesk glæpasamtök tölvuþrjóta.

Árásarinnar varð vart upp úr hádegi í dag. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að slökkva á kerfum Árvakurs.

Fyrir vikið hefur fréttavefur mbl.is legið niðri og sömuleiðis útsendingar útvarpsrásanna K100 og Retro.

Unnið er að því að meta áhrif og umfang þessarar árásar og fá henni hrundið.

Fréttavefur mbl.is er nú orðinn virkur að hluta á ný.

Uppfært: Útsendingar K100 eru einnig hafnar að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert