„Árás á frjálsan fjölmiðil er atlaga að lýðræðinu“

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir í færslu sem hún birti á Facebook að tölvuárásin sem gerð var á Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og mbl.is, sé atlaga að lýðræðinu.

„Það er til marks um mikilvægi frjálsra fjölmiðla í lýðræðissamfélögum að þeir skuli vera fórnarlamb árása á borð við þá sem miðlar Árvakurs, þar á meðal Morgunblaðið, mbl.is og K100, urðu fyrir í gær. Það er ömurlegt til þess að vita að rússnesk glæpasamtök séu nú með gögn fyrirtækisins í gíslingu og að árásin hafi haft alvarleg áhrif á starfsemi miðlanna. Árás sem þessi er ekkert annað en atlaga að grunnstoðum lýðræðisins og frjálsri fjölmiðlun sem við sem samfélag þurfum að taka alvarlega og fordæma. Stöndum vörð um fjölmiðlana og lýðræðið því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari,“ skrifar Sigríður Dögg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka