„Árás á lýðræðið“

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. mbl.is/María Matthíasdóttir

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir í færslu sem hún birti á Facebook að tölvuárásin sem var gerð á Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og mbl.is, hafi verið grafalvarleg árás á frjálsan fjölmiðil á Íslandi.

„Þetta er árás á lýðræðið í landinu og frjáls skoðanaskipti. Uppruni árásarinnar er tengdur við rússnesk glæpasamtök. Tilgangur þessarar atlögu er að vekja ótta og þagga niður í fjölmiðlum, því var afar ánægjulegt að fá Morgunblaðið inn um lúguna þennan morgun. Við verðum að vera vakandi gagnvart þessari ógn og ætíð standa með lýðræðinu,“ skrifar ráðherra. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert