BÍ vill að yfirvöld rannsaki árásina gaumgæfilega

Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Samsett mynd/Aðsend/mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Blaðamannafélags Íslands vill að íslensk yfirvöld rannsaki gaumgæfilega netárás sem var gerð á tölvukerfi Árvakurs, út­gáfu­fé­lags Morg­un­blaðsins, mbl.is og K100.

Stjórn BÍ fundaði í dag og greindi svo frá þessu í tilkynningu á vef félagsins. 

„BÍ treystir því að yfirvöld rannsaki árásina gaumgæfilega í ljósi alvarleika hennar og geri ráðstafanir til að verja sérstaklega mikilvæga samfélagslega innviði á borð við fréttamiðla,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Atlaga að lýðræðinu

Sig­ríður Dögg Auðuns­dótt­ir, formaður BÍ, sagði í færslu sem hún birti á Face­book í morgun að tölvu­árás­in væri at­laga að lýðræðinu.

Gríðarlegt magn gagna var tekið í gísl­ingu í árásinni. Aft­ur á móti bend­ir ekk­ert til þess að gögn­un­um hafi verið lekið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka