Gjaldskylda tekur gildi við innanlandsflugvelli

Gjaldskylda verður tekin í gildi á Reykjavíkurflugvelli á morgun.
Gjaldskylda verður tekin í gildi á Reykjavíkurflugvelli á morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Gjaldskylda hefst á bílastæðum innanlandsflugvallanna í Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum, á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

Á Reykjavíkurflugvelli verða tvö gjaldsvæði. Á P1 er ókeypis að leggja fyrstu 15 mínúturnar en á P2 eru fyrstu 45 mínúturnar gjaldfrjálsar.

Á Akureyri og á Egilsstöðum verður eitt gjaldsvæði. Fyrstu 14 klukkustundirnar eru þar gjaldfrjálsar. 

„Eftir það leggst á gjald 1.750 kr. hvern sólarhring. Eftir sjö daga lækkar sólarhringsgjaldið niður í 1.350 kr. og eftir 14 daga lækkar það niður í 1.200 kr,“ segir í tilkynningunni.

Þannig sé komið til móts við athugasemdir og ábendingar um gjaldtökuna, en áður var áætlað að greiða þyrfti fyrir bílastæði eftir fimm klukkustunda notkun þeirra.

Tekjur af gjaldtöku til flugvalla

Eingöngu er hægt að greiða fyrir afnot bílastæðanna í gegnum vefsíðu Autopay, með snjallforriti sama fyrirtækis, eða með Parka appinu

„Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð verður reikningur samkvæmt gjaldskrá sendur í heimabanka bíleiganda, að viðbættu 1.490 kr. þjónustugjaldi tveimur sólahringum eftir að ekið er út af bílastæðinu,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir einnig að alla tekjur af bílastæðunum renni til viðkomandi flugvallar. Er peningunum ætlaðir til reksturs og uppbyggingar bílastæða þá flugvelli þar sem greitt er.

Isavia bendir á að frekari upplýsingar um gjaldtökuna sé að finna á heimasíðum flugvallanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert