Hámarks fæðingarorlofsgreiðslur verða 600 þúsund

Breytingarnar fela í sér hækkun á hámarksgreiðslum úr Fæðingarorlofssjóði.
Breytingarnar fela í sér hækkun á hámarksgreiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Ljósmynd/Colourbox

Frumvarp um breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof var samþykkt í dag á Alþingi.

Breytingarnar fela í sér hækkun á hámarksgreiðslum úr Fæðingarorlofssjóði.

Verða þær innleiddar í þremur áföngum en síðasta hækkunin tekur gildi 1. janúar 2026, að því er segir í tilkynningu.

Hækkunin á tímanum er úr 600.000 krónum á mánuði í 900.000 krónur. Fyrsta hækkunin er afturvirk frá 1. apríl á þessu ári.

Hámarksgreiðslur vegna sorgarleyfis hækka með sama hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert