Kvikusöfnunin eykst líklega

Engin virkni var sjáanleg í hádeginu á laugardag.
Engin virkni var sjáanleg í hádeginu á laugardag.

Kvikusöfnun undir Svartsengi mun að öllum líkindum færast í aukana á næstu dögum, þar sem eldgosinu við Sundhnúkagígaröðina er nú lokið. Jarðvísindamenn sjá þó vísbendingar um að hægja sé á innflæði í kvikuganginn, þó of snemmt sé að segja til um það.

Veðurstofan tilkynnti um helgina að fimmta eldgosinu á hálfu ári í Svartsengiskerfinu, sem hófst af krafti hinn 29. maí, væri lokið 24 dögum eftir að það hófst. Og nú stefnir í enn annan atburð enda rís land á ný.

Vísbendingar uppi um breytta þróun

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, telur líklegt að landið muni rísa hraðar en það gerir nú.

„Við eigum alveg eins von á því að það aukist hraðinn, núna þegar það er ekkert að flæða lengur í þetta eldgos,“ segir hann við Morgunblaðið.

Benedikt bendir aftur á móti á að vísbendingar séu uppi um að kvikuinnflæðið úr dýpra kvikuhólfinu í það grynnra gæti hafa hægt örlítið á sér. Frekari gögn geti leitt það í ljós á næstu dögum.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert