Morgunblaðið með breyttu sniði vegna tölvuárásar

Tölvuárás var gerð á kerfi Árvakurs.
Tölvuárás var gerð á kerfi Árvakurs. Samsett mynd

Morgunblaðið sem kom út í dag er með breyttu sniði vegna tölvuárásar sem gerð var á kerfi Árvakurs.

Tölvuárásin var stórfelld en á bak við hana standa að því er virðist rússnesk glæpasamtök tölvuþrjóta. Árásinnar varð vart upp úr hádegi í gær og var í kjölfarið tekin ákvörðun um að slökkva á kerfum með þeim afleiðingum að mbl.is og útvarpsstöðvar Árvakurs lágu niðri um tíma.

Vefurinn var kominn aftur í loftið á áttunda tímanum í gærkvöldi.

Þá verða minningargreinar um Þórarin Kópsson, sem birtast áttu í blaðinu í dag, birtar í blaði morgundagsins vegna tæknilegra örðugleika.

Minningargreinarnar eru þó aðgengilegar í dag á mbl.is. r má nálgast minningargreinar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka