Wokon til sölu

Wok on sem áður var í eigu Quang le er …
Wok on sem áður var í eigu Quang le er til sölu. Samsett mynd

Wokon ehf, rekstarfélag veitingastaða Quang Le, undir vörumerkinu Wokon, er til sölu.  Skiptastjóri segir rekstur staðanna hafa gengið vel allt þar til veitingastöðunum var lokað eftir aðgerðir lögreglu sem beindust að starfsemi Quang Le, sem einnig er nefndur Davíð Viðarsson. 

„Reksturinn er til sölu. Bifreiðar, vörumerki og tæki eru til sölu. Áhugasamir geta haft samband við skiptastjóra,“ segir Einar Hugi Bjarnason sem er skiptastjóri þrotabús Wokon efh. 

Kemur í ljós hver eftirspurnin er 

Wokon ehf. var í öllu eigandi hlutabréfanna í Wokon mathöll ehf þegar félagið fór í þrot. Sjö veitingastaða Wokon tilheyrðu Wokon ehf, auk tveggja sem tilheyrðu dótturfyrirtækinu Wokon mathöll ehf.

Quang Le keypti staðina sjö af Kristjáni Ólafi Sigríðarsyni í upphafi árs. Fyrir átti Davíð stóran hlut í Wokon mathöll ehf. en eignaðist staðina tvo að fullu eftir viðskiptin.  

Einar Hugi Bjarnason
Einar Hugi Bjarnason Ljósmynd/Aðsend

„Langbest væri að geta selt þetta í einu lagi en það verður að koma í ljós hver eftirspurnin er,“ segir Einar Hugi. 

32 milljónir í hagnað 

Hagnaður Wokon ehf. samkvæmt síðasta ársreikningi var rúmar 32 milljónir kr. Eignir félagsins voru bókfærðar upp á 140 milljónir kr. Þar undir eru áhöld, tæki, bílar og vörumerkið Wokon. Allar einingarnar voru reknar í leiguhúsnæði. 

Wokon mathöll ehf. skilaði hins vegar hagnaði upp á 600 þúsund krónur en bókfærðar eignir upp á 43 milljónir króna og í þeim felst hið sama, áhöld, tæki, bílar og vörumerkið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert