Wokon til sölu

Wok on sem áður var í eigu Quang le er …
Wok on sem áður var í eigu Quang le er til sölu. Samsett mynd

Wo­kon ehf, rekst­ar­fé­lag veit­ingastaða Quang Le, und­ir vörumerk­inu Wo­kon, er til sölu.  Skipta­stjóri seg­ir rekst­ur staðanna hafa gengið vel allt þar til veit­inga­stöðunum var lokað eft­ir aðgerðir lög­reglu sem beind­ust að starf­semi Quang Le, sem einnig er nefnd­ur Davíð Viðars­son. 

„Rekst­ur­inn er til sölu. Bif­reiðar, vörumerki og tæki eru til sölu. Áhuga­sam­ir geta haft sam­band við skipta­stjóra,“ seg­ir Ein­ar Hugi Bjarna­son sem er skipta­stjóri þrota­bús Wo­kon efh. 

Kem­ur í ljós hver eft­ir­spurn­in er 

Wo­kon ehf. var í öllu eig­andi hluta­bréf­anna í Wo­kon mat­höll ehf þegar fé­lagið fór í þrot. Sjö veit­ingastaða Wo­kon til­heyrðu Wo­kon ehf, auk tveggja sem til­heyrðu dótt­ur­fyr­ir­tæk­inu Wo­kon mat­höll ehf.

Quang Le keypti staðina sjö af Kristjáni Ólafi Sig­ríðar­syni í upp­hafi árs. Fyr­ir átti Davíð stór­an hlut í Wo­kon mat­höll ehf. en eignaðist staðina tvo að fullu eft­ir viðskipt­in.  

Einar Hugi Bjarnason
Ein­ar Hugi Bjarna­son Ljós­mynd/​Aðsend

„Lang­best væri að geta selt þetta í einu lagi en það verður að koma í ljós hver eft­ir­spurn­in er,“ seg­ir Ein­ar Hugi. 

32 millj­ón­ir í hagnað 

Hagnaður Wo­kon ehf. sam­kvæmt síðasta árs­reikn­ingi var rúm­ar 32 millj­ón­ir kr. Eign­ir fé­lags­ins voru bók­færðar upp á 140 millj­ón­ir kr. Þar und­ir eru áhöld, tæki, bíl­ar og vörumerkið Wo­kon. All­ar ein­ing­arn­ar voru rekn­ar í leigu­hús­næði. 

Wo­kon mat­höll ehf. skilaði hins veg­ar hagnaði upp á 600 þúsund krón­ur en bók­færðar eign­ir upp á 43 millj­ón­ir króna og í þeim felst hið sama, áhöld, tæki, bíl­ar og vörumerkið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert