150 gestir í parísarhjólið dag hvern

Parísarhjólið við Reykjavíkurhöfn.
Parísarhjólið við Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Björn Jóhann Björnsson

Parísarhjólið við Reykjavíkurhöfn hefur vakið mikla athygli síðan það var sett upp og vígt á þjóðhátíðardaginn.

Kamma Thordarson, verkefnastjóri í atvinnu- og borgarþróunarteymi Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Morgunblaðið að vel hafi verið tekið í þessa tilbreytingu í mannlífið í borginni.

Um 150 manns hafi farið í hjólið að meðaltali á dag en rekstraraðilar vilji endilega fá fleiri gesti og þá sérstaklega heimamenn.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert