Auglýst eftir framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu

Katrín Björg Ríkarðsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Staða framkvæmdarstjóra jafnréttisstofu hefur verið auglýst til umsóknar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir hefur gengt embættinu frá árinu 2017 en hún var nýlega ráðin sem sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá Visku - stéttarfélagi.

Jafnréttisstofa heyrir undir Forsætisráðuneytið en meðal verkefna hennar er að hafa eftirlit með framkvæmd laga á sviði jafnréttismála, sjá um fræðslu og upplýsingastarfsemi, veita ráðgjöf og aðstoð á sviði jafnréttismála.

Umsóknarfrestur rennur út 1. ágúst en meðal menntunar- og hæfniskrafa fyrir starfið eru reynsla af stjórnunar- og mannauðsmálum, gott vald á íslensku og þekking á sviði jafnréttismála. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert