Besta veðrið á Austurlandi

Hitaspáin á landinu klukkan 12 í dag.
Hitaspáin á landinu klukkan 12 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Áfram má búast við skúraveðri á sunnanverðu landinu í dag en í dag verður sunnan og suðvestan 8-13 m/s. Bjart verður með köflum norðaustan- og austanlands en líkur á stöku skúrum þar. Vind lægir í kvöld og hitinn á landinu verður frá 8 stigum vestanlands að 18 stigum á Austurlandi.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að hægfara lægð sé stödd vestur af landinu. Lægðin grynnist smám saman og á morgun er spáð hægviðri með dálitlum skúrum á víð og dreif en yfirleitt verður þurrt annað kvöld. Hitinn á morgun verður 10 til 17 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert