Erum orðin of sein í tilfelli fjölda barna

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Of­beldi meðal barna, þar sem börn eru gerend­ur, er að stór­aukast í allri töl­fræði að sögn Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar, mennta- og barna­málaráðherra. Hann nefn­ir meðal ann­ars aukna gengja­mynd­un og fjölg­un barna­vernd­ar­mála þar sem börn eru gerend­ur sem dæmi um það.

„Tví­mæla­laust teng­ist þetta ein­hverri jaðar­setn­ingu, fé­lags­legri, og get­ur tengst van­líðan, erfiðleik­um á heim­ili, fé­lags­leg­um vand­ræðum í skóla, tungu­mála­örðug­leik­um, allt það sem að ger­ir okk­ur að þeim ein­stak­ling­um sem við erum og tengj­umst dag frá degi,“ seg­ir ráðherr­ann í sam­tali við mbl.is, spurður hvort vanda­málið teng­ist á ein­hvern hátt jaðar­hóp­um eða fé­lags­legri út­skúf­un.

„Rann­sókn­ir sýna að þeim mun bet­ur sem fólk teng­ist fé­lags­lega, þeim mun minni lík­ur eru á því að svona brjót­ist út,“ bæt­ir hann við um of­beld­is­hegðun ung­menna.

Aldrei fleiri börn í gæslu­v­arðhaldi vegna al­var­legra brota

Ásmund­ur og Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra kynntu fyrr í dag aðgerðir gegn of­beldi meðal barna á blaðamanna­fundi í Hann­es­ar­holti.

Ásmund­ur seg­ir mjög mik­il­vægt vera að stíga inn með fjölþætt­um hætti en að í hans huga sé lyk­ill­inn að því að vinna bug á vanda­mál­inu vera að ólík­ir aðilar vinni sam­an.

„Við erum oft að vinna gríðarlega mikið með af­leiðing­arn­ar þegar börn­in eru kom­in í þyngstu úrræði,“ seg­ir hann. Aldrei hafi verið fleiri börn í gæslu­v­arðhaldi og á borði Barna- og fjöl­skyldu­stofu að hans sögn. 

„Þá erum við í raun­inni orðin of sein. Þannig að ef við ætl­um að ná að grípa fyrr inn þá verða all­ir að koma að því,“ bæt­ir Ásmund­ir við, en að hans sögn er of­beld­is­menn­ing barna að ein­hverju marki að ger­ast í öll­um hinum vest­ræna heimi.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, …
Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra og Ásmund­ur Ein­ar Daðason, barna- og mennta­málaráðherra, á blaðamanna­fundi í dag. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Fé­lags­leg­ur víta­hring­ur

Spurður út í hvaða áhrif sam­fé­lagið hafi á þessa of­beld­is­menn­ingu ung­menna og hvaða áhrif sú menn­ing hafi á sam­fé­lagið seg­ir Ásmund­ur marga sam­fé­lagsþætti spila inn í. Þar á meðal nefn­ir hann sam­fé­lags­miðla, fjöl­breytt­ari sam­fé­lög og að ein­hverju leyti Covid-far­ald­ur­inn og færri fé­lags­leg­ar teng­ing­ar eft­ir hann.

„Sam­fé­lags­legu áhrif­in eru gríðarleg, svo ekki sé talað um fyr­ir þessa ein­stak­linga sjálfa og þenn­an víta­hring sem þeir eru í fé­lags­lega sem veld­ur því að það brýst út í of­beldi með þess­um hætti,“ seg­ir ráðherr­ann.

Aðgerðirn­ar eru fjór­tán en heild­ar­kostnaður þeirra verður um 360 millj­ón­ir króna yfir tveggja ára tíma­bil. Á blaðamanna­fundi í dag kom fram að verk­efnið muni hefjast í októ­ber og að fyrsta skýrsl­an um stöðu mála verði til­bú­in í des­em­ber, en að þær verða í kjöl­farið birt­ar á sex mánaða fresti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert