„Það er alltaf eftirsjá að góðum félögum“

Bjarkey telur frumvarp um kvótasetningu grásleppu ekki endilega koma til …
Bjarkey telur frumvarp um kvótasetningu grásleppu ekki endilega koma til með að bitna á smábátasjómönnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir mikla eftirsjá að Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, sem sagði sig úr Vinstri grænum eftir að frumvarp um kvótasetningu grásleppu var samþykkt á þinginu.

Þetta sagði Bjarkey í samtali við mbl.is að fundi ríkistjórnarinnar í morgun loknum. 

Eftirsjá að sterkum þingmanni

Lilja Rafney, varaþingmaður Vinstri grænna, sagði sig úr flokknum eftir að frumvarpið gekk í gegn og sagði það svik við sjávarútvegsstefnu flokksins. 

„Það er mjög mikil eftirsjá af Lilju Rafney. Auðvitað sterkur þingmaður og hefur verið í hreyfingunni frá upphafi. Mikil baráttukona, þannig það er alltaf eftirsjá að góðum félögum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert