„Þetta er hluti af stríðsrekstri“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir netárásina sem gerð var á tölvukerfi Árvakurs hafa komið talsvert til tals á fundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag hún telur árásir af þessu tagi hluta af stríðsrekstri og að lýðræðisríki þurfi að halda vel vöku og standa þétt saman gegn ákveðnum öflum.

Þetta kom fram í sam­tali Guðrúnar við mbl.is að fundi rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar loknum fyrr í dag.

Ákveðinn öfl að verki

Herjað hefur verið á fleiri fyrirtæki en Árvakur í gegnum tíðina og jafnvel stjórnsýsluna í kringum leiðtogafundinn. Í ljósi stríðsins í Úkraínu hvert er þitt mat á alvarleika árása af þessu tagi og telurðu hana hluta af stríðsrekstri Rússlands?

„Ég lít þetta mjög alvarlegum augum og þetta er til marks um það að við þurfum að halda vel vöku okkar, vegna þess að í dag eru fjölþættar ógnir sem steðja að ríkjum og það er vegið að lýðræðinu og lýðræðisríkjum. Það eru ákveðin öfl sem eru þar að verki og þess vegna þurfum við lýðræðisríki heims að standa þétt saman,“ segir hún og heldur áfram:  

„Þetta er hluti af stríðsrekstri, ég tel svo vera, þetta er hluti af áróðri og við höfum verið að sjá í gegnum átök víðs vegar í heiminum að það er mikið um falsfréttir og áróður. Eins og ég sagði við þurfum að halda vöku okkar til tryggja öryggi borgara í landinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert