5.800 einstaklingar voru atvinnulausir í maí samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar.
Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra einstaklinga var 2,5%, hlutfall starfandi var 80,0% og atvinnuþátttaka 82,0%, að því er Hagstofan greinir frá.
Þá segir að, árstíðaleiðrétt atvinnuleysi hafi dregist saman um 1,2 prósentustig á milli mánaða á sama tíma og hlutfall starfandi hafi nánast staðið alveg í stað og atvinnuþátttaka minnkaði lítillega, eða um 0,8 stig.