Það verður hæg breytileg átt á landinu í dag og víða lítilsháttar skúrir en yfirleitt þurrt í kvöld. Hitinn verður á bilinu 9 til 17 stig og verður hlýjast á Austurlandi eins og síðustu daga.
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að á morgun verði norðan 5-10 m/s. Það fer að rigna norðaustan- og austanlands og bætir í vind þar annað kvöld. Bjart verður sunnan heiða, en stöku skúrir. Hitinn á morgun verður 7-17 stig og verður mildast syðst.