Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins felld úr gildi

Héraðsdómur dæmdi í dag í máli Símans gegn Samkeppniseftirlitinu.
Héraðsdómur dæmdi í dag í máli Símans gegn Samkeppniseftirlitinu. mbl.is/Hari

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að neita Símanum um að fella niður sátt Símans og Samkeppniseftirlitsins frá 2013. Jafnframt var Símanum dæmdur 2.6 milljónir í málskostnað.

Í tilkynningu frá símanum kemur fram að sáttin sem felld var úr gildi fjallaði að mestu um samskipti og viðskipti Símans og Mílu en hún var gerð á meðan fyrirtækin voru hluti af sömu samstæðu. 

Eftir sölu Símans á Mílu 2022 óskaði Síminn eftir niðurfellingu sáttarinnar þar sem fyrirtækið taldi að forsendur hennar væru horfnar. Samkeppniseftirlitið hafnaði þessari beiðni í júlí 2023. 

Skortur á rannsókn og rökstuðningi

Síminn kærði þá ákvörðun eftirlitsins til héraðsdóms og taldi meðal annars skort á rannsókn og rökstuðning. 

Í dómi sínum féllst héraðsdómur á þessi sjónarmið Símans og felldi sáttina úr gildi. Þá var símanum jafnframt dæmdur málskostnaður upp á 2.6 milljónir króna.

Í tilkynningu kemur að Síminn fagni niðurstöðunni og álíti að umrædd sátt sé fallin úr gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert