Búnir að slökkva eldinn á Höfðatorgi

Rekstraraðilar veitingastaðarins Intro segja að eldurinn hafi átt upptök sín …
Rekstraraðilar veitingastaðarins Intro segja að eldurinn hafi átt upptök sín í kjallara hússins og borist upp á jarðhæðina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðsmenn hafa ráðið niðurlögum eldsins sem kom upp á Höfðatorgi fyrr í dag.

„Við erum bara núna að hreinsa upp vatn og reyk,“ segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.

Eldur kom upp á Höfðatorgi í dag.
Eldur kom upp á Höfðatorgi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kviknaði í „einhvers konar einingu“

„Það kviknaði í einhvers konar einingu – við vitum ekki alveg hvað þetta er – inni í veitingarými. Það á eftir að koma í ljós hvað þetta var,“ segir slökkviliðsmaðurinn við mbl.is. 

Mikinn eld mátti sjá inni á veitingastaðnum Intro á jarðhæðinni. Rekstr­araðilar Intro segja við mbl.is að eld­ur­inn hafi komið upp í kjall­ara húss­ins og borist upp á fyrstu hæð, þar sem veit­ing­arstaðinn er að finna. Slökkviliðið gat þó ekki staðfest þeirra frásögn að svo stöddu.

Rýma þurfti húsnæðið um leið og eldurinn kom upp. Mikil brunalykt er á vettvangi og veitingasalurinn er fullur af reyk.

Viðbragðsaðilar voru fljótir að mæta á vettvang.
Viðbragðsaðilar voru fljótir að mæta á vettvang. Ljósmynd/Jakob
Fjöldi starfsmanna hefur þurft að rýma Höfðatorg að Katrínartúni eftir …
Fjöldi starfsmanna hefur þurft að rýma Höfðatorg að Katrínartúni eftir að eldur kom upp á veitingastaðnum Intro. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Slökkvilið á vettvangi.
Slökkvilið á vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert