Eldur á Höfðatorgi

Viðbragðsaðilar eru mættir á vettvang. Unnið er að rýmingu.
Viðbragðsaðilar eru mættir á vettvang. Unnið er að rýmingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldur kom upp á Höfðatorgi að Katrínartúni 2 í Reykjavík fyrir skömmu. Slökkviliðið er mætt á vettvang til að ráða niðurlögum eldsins.

Mikill reykur rís upp úr Turninum í Katrínartúni. Rekstraraðilar í húsnæðinu segja að eldurinn hafi komið upp í kjallara hússins og borist upp á fyrstu hæð, þar sem veitingarstaðurinn Intro er m.a.

Slökkviliðið er mætt á vettvang, að sögn varðstjóra slökkviliðs. Enn er verið að meta umfang eldsvoðans.

Slökkvilið er á vettvangi.
Slökkvilið er á vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið að rýma

Fólk á vettvangi segir við mbl.is eldurinn eigi upptök sín á veitingastaðnum Intro. Unnið er að rýmingu.

Fjöldi starfsmanna hefur þurft að rýma Höfðatorg í Katrínartúni eftir …
Fjöldi starfsmanna hefur þurft að rýma Höfðatorg í Katrínartúni eftir að eldur kom í kjallarahæð í húsnæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Rekstraraðilar veitingastaðarins Intro segja að eldurinn hafi átt upptök sín …
Rekstraraðilar veitingastaðarins Intro segja að eldurinn hafi átt upptök sín í kjallara hússins og borist upp á jarðhæðina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mjög mikil lykt“

„Við vorum bara að vinna og svo kom alarm,“ segir hinn sænski Jakob Vegefors við mbl.is en hann vinnur fyrir DoHop í Katrínartúni.

„Ég sá mikinn reyk inni í garðinum, þar sem veitingastaðurinn Intro er,“ bætir hann við. „Þar var mjög mikil lykt.“

Fréttin hefur verið uppfærð.

Búið er að slökkva eldinn.

Búið er að rýma húsnæðið.
Búið er að rýma húsnæðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Viðbragðsaðilar eru mættir á vettvang.
Viðbragðsaðilar eru mættir á vettvang. Ljósmynd/Jakob
Fólk á vettvangi segir að eldurinn eigi upptök á veitingastaðnum …
Fólk á vettvangi segir að eldurinn eigi upptök á veitingastaðnum Intro. Ljósmynd/Aðsend
Unnið er að rýmingu.
Unnið er að rýmingu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert