Eldur kom upp á Höfðatorgi að Katrínartúni 2 í Reykjavík fyrir skömmu. Slökkviliðið er mætt á vettvang til að ráða niðurlögum eldsins.
Mikill reykur rís upp úr Turninum í Katrínartúni. Rekstraraðilar í húsnæðinu segja að eldurinn hafi komið upp í kjallara hússins og borist upp á fyrstu hæð, þar sem veitingarstaðurinn Intro er m.a.
Slökkviliðið er mætt á vettvang, að sögn varðstjóra slökkviliðs. Enn er verið að meta umfang eldsvoðans.
Fólk á vettvangi segir við mbl.is eldurinn eigi upptök sín á veitingastaðnum Intro. Unnið er að rýmingu.
„Við vorum bara að vinna og svo kom alarm,“ segir hinn sænski Jakob Vegefors við mbl.is en hann vinnur fyrir DoHop í Katrínartúni.
„Ég sá mikinn reyk inni í garðinum, þar sem veitingastaðurinn Intro er,“ bætir hann við. „Þar var mjög mikil lykt.“
Fréttin hefur verið uppfærð.
Búið er að slökkva eldinn.