Þrír rannsóknarlögreglumenn báru vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegishlé í aðalmeðferð í Bátavogsmálinu. Þeir sammæltust um það að framburður Dagbjartar Guðrúnar Rúnarsdóttur hefði verið óskýr og ótrúverðugur strax frá upphafi.
Dagbjört er ákærð fyrir að hafa orðið vini sínum að bana laugardagskvöldið 23. september. Hún er talin hafa beitt manninn margþættu ofbeldi í aðdraganda andlátsins en hún neitar sök og sagði manninn hafa verið „sídettandi“.
Í einni skýrslu rannsóknarlögreglumanns var Dagbjört kynnt sem kærasta mannsins. Lögreglumaðurinn sagði að það var ekki komið frá Dagbjörtu sjálfri. Samband þeirra alltaf verið óskýrt en fyrir dómi sagði hún að þau væru einungis vinir.
Einn lögreglumannanna sagði að það hafi strax verið ljóst að krufning væri mikilvæg sem Dagbjört heimilaði á vettvangi, áður en hún var handtekin.
Héraðslæknir framkvæmdi líkskoðun aðfaranótt sunnudags og eftir það var Dagbjört handtekinn.
Einn lögreglumannanna sagði að Dagbjört hefði verið margoft spurð hvað hefði gerst umrætt kvöld.
Hún hefði sagt að hann hefði alltaf verið að detta, hann væri mögulega með Parkison–sjúkdóminn og að hann hefði verið eitthvað veikur.
Lögreglumaðurinn sagði að Dagbjört hefði aldrei ekki skýr svör hvað gerðist þennan dag. Síðar meir í skýrslutökum hefði hún neitað að tjá sig.
Dagbjört fór í skýrslutöku fjórum sinnum hjá lögreglu á fjórum vikum. Einn lögreglumannanna sagði að skýrslutökurnar hefðu gengið mjög erfiðlega og að framburður Dagbjartar hefði verið mjög ótrúverðugur. Hann lýsti skýrslutökunum sem krefjandi.
Hann lýsti því þannig að hún hefði sagt eitt og síðan allt annað mínútu síðar. Hann sagði að erfitt hefði verið að teikna upp tímalínu af atburðunum. Annar lögreglumannanna sagði að Dagbjört hefði talað fram og til baka í tímaröð.
„Kaótísk“ og „ótrúverðug í alla staði“ lýsti lögreglumaðurinn Dagbjörtu.
Hann sagði að hún hefði verið að vaða úr einu í annað. „Ekki viss um að hún væri með réttu ráði á köflum,“ sagði hann fyrir dómi.
Lögreglumaðurinn nefndi að Dagbjört hafi meðal annars talað um að faðir hennar væri friðargæsluliði í Afríku og skotvopnið sem varð sænska forsætisráðherranum Olaf Palme að bana.
Hann sagði að Dagbjört hafi þó orðið rólegri eftir því sem leið á rannsókn málsins og minna stressuð. Framburður hennar varð hins vegar ekki skýrari.
Tveir lögreglumannanna sögðu að Dagbjört hefði ekki verið í uppnám yfir andlátinu og að það hefði ekki fengið á hana.
Þá hafði það ekki sérstök áhrif á hana er upptökur úr símum parsins frá 22. og 23. september voru spilaðar í skýrslutökum lögreglu. Sársaukavein mannsins heyrast meðal annars á upptökunum.
Lögreglumaðurinn sagði að það sem hefði skipt Dagbjörtu mestu máli var að hundur hennar hefði drepist.
Lögreglumennirnir lýstu því að gögnum hafi verið eytt úr síma Dagbjartar eftir að hún fékk að vita að hann væri látinn.
Í skýrslutöku í morgun neitaði Dagbjört því og sagði að hún hefði verið að eyða gögnum úr símanum allan daginn þar sem að minni símans var fullt. Hún sagðist ekki hafa eytt gögnum eftir að lögregla hóf rannsókn.
Einn lögreglumannanna sagði að strax hefði verið farið í að finna gögn sem hún eyddi úr símanum. Hann sagði að lögregla teldi að hún hefði náð yfir 90% af þeim gögnum sem var eytt.
Einn lögreglumannanna staðfesti að Dagbjört hafi gefið lögreglu leyfi fyrir að fara í gegnum síma hennar.
Einn lögreglumannanna var spurður hvort að maðurinn og Dagbjört væru góðkunningjar lögreglu.
„Lögregla á þessu svæði er velkunnug þeim,“ svaraði lögreglumaðurinn og nefndi meðal annars afskipti vegna kannabisræktun, nágrannaerja og drykkjulæti.
Lögreglumaðurinn sagði að hinn látni hefði verið velþekktur innan lögregla vegna drykkju. Hann nefndi þó að minna hefði verið um útköll tengd honum eftir að hann tók saman við Dagbjörtu. Hún sagði í morgun að þau hefðu þekkst í sjö ár.
Lögreglumaðurinn sagðist þó ekki muna eftir útköllum vegna heimilisofbeldis tengdum parinu.
Lögreglumaðurinn sagðist þó vita til þess að Dagbjört hefði átti það til að beita manninn ofbeldi en að hann hefði ekki kvartaði. Sér til rökstuðnings nefndi hann að maðurinn hefði leitað nokkrum sinnum á slysadeild eftir að parið kynntist.
Dagbjört sagði ítrekað í sinni skýrslutöku að hún hefði kannski beitt manninn ofbeldi í sjálfsvörn. Einn lögreglumannanna sagði að eftir andlátið hefði einu áverkarnir á Dagbjörtu hefðu verið mar á hönd hennar.
Sjúkraflutningamenn flytja síðastir skýrslu fyrir dómi í dag. Á morgun munu síðan réttarmeinafræðingar gefa skýrslur og aðalmeðferð í Bátavogsmálinu lýkur á föstudag.